Njarðvíkurkonur ekki í úrvalsdeildina
Töpuðu stórt gegn KR
Njarðvíkurkonur misstu af sæti í umspili í 1. deild kvenna í körfubolta eftir stórt tap geng KR á útivelli í gær. Lokatölur 80:48 en KR-ingar þurftu að vinna leikinn með 30 stigum til þess að ná umspilssæti og tækifæri á að komast í úrvalsdeild. Njarðvíkingar léku án Carmen Tyson Thomas í gær en þar munar sannarlega um minna. Hjá Njarðvík voru Björk Gunnarsdóttir og Júlía Steindórsdóttir stigahæstar með 9 stig, Soffía Skúladóttir skoraði 8 stig og Svanhvít Snorradóttir 7 stig.
KR 80:48 Njarðvík (18-11, 22-13, 13-13, 27-11)