Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

  • Njarðvíkingurinn Ingvar ein ef hetjum Stjörnunnar
  • Njarðvíkingurinn Ingvar ein ef hetjum Stjörnunnar
    Ein gömul og góð af Ingvari í Njarðvíkurbúningnum.
Föstudagur 8. ágúst 2014 kl. 11:37

Njarðvíkingurinn Ingvar ein ef hetjum Stjörnunnar

Markvörðurinn verið frábær í sumar

Njarðvíkingurinn Ingvar Jónsson fór á kostum þegar lið hans Stjarnan komst áfram í 4. umferð Evrópukeppninnar í fótbolta í gær. Ingvar sem er markvörður liðsins var einn af hetjunum sem tryggði liðinu sigur gegn pólska iðinu Lech Poznan í Póllandi í gær. Reyndar gerðu liðin 0-0 jafntelfi en Stjörnumenn unnu fyrri leikinn á heimavelli. Stjarnan mun svo mæta ítalska stórliðinu Inter Milan í næstu umferð. Ingvar er uppalinn hjá Njarðvík og lék með liðinu til ársins 2010 í 2. deildinni.

Ingvar hefur verið frábær í liði Stjörnunnar í sumar og vakið töluverða athygli. Hann er 24 ára gamall og hefur þegar fengið nasaþefinn af því að æfa með landsliði Íslands, en hann var í hóp haustið 2012.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024