Njarðvíkingum spáð falli í Inkasso
Njarðvík er spáð 11. sætinu í Inkasso-deildinni í knattspyrnu af fótbolta.net.
Njarðvík komst upp úr annari deildinni í fyrra en þeir unnu hana með yfirburðum, Rafn Markús Vilbergsson mun halda áfram að þjálfa liðið en hann tók við Njarðvík í lok árs 2016 og kom Njarðvík upp á sínu fyrsta heila tímabili með liðið.
Samheldni liðsins er það sem fótbolti.net tekur fram og einnig skipulagning þjálfarans. Þá er einnig tekið fram að árangur Njarðvíkinga á útivelli sé eftirtektarverður en í fyrra tapaði liðið ekki leik á ferðalögum sínum og vann níu af ellefu. Þegar veikleikar liðsins eru taldir upp þá er sett spurningarmerki við það hvort að hópurinn sé nægilega sterkur fyrir baráttuna í Inkasso-deildinni, þrátt fyrir liðsstyrk í vetur.
Lykilmenn liðsins eru sagðir vera þeir Andri Fannar Freysson, Kenneth Hogg og Luka Jagacic.
Fyrsti leikur Njarðvíkur er þann 5. maí á Njarðtaksvelli gegn Þrótti Reykjavík.
Komnir:
Helgi Þór Jónsson frá Víði Garði
Hlynur Örn Hlöðversson frá Breiðabliki á láni
Luka Jagacic frá Króatíu
Sigurbergur Bjarnason frá Keflavík
Unnar Már Unnarsson frá Víði Garði
Farnir:
Brynjar Atli Bragason í Víði á láni
Gualter Aurelio Oliveira Bilro til Portúgal
Hörður Fannar Björgvinsson í Álftanes á láni