Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Njarðvíkingum ekki spáð toppbaráttu
Miðvikudagur 3. október 2012 kl. 08:32

Njarðvíkingum ekki spáð toppbaráttu

Viðtöl við Einar Árna og Lárus Magnússon þjálfara karla og kvenna

KKÍ og Domino's héldu í gær blaðamannafund fyrir upphaf vetrarins í körfuboltanum. Á fundinum var meðal annars kynnt spá þjálfara, fyrirliða og forráðamanns liðanna í deildinni. Njarðvíkingum var hvorki spáð í toppbaráttuna í kvenna né karlaboltanum þetta árið en spána má sjá hér.

Kvennalið Njarðvíkur sem vann tvöfalt í fyrra hefur misst marga öfluga leikmenn sem og þjálfarann Sverri Þór Sverrisson til Grindavíkur. Lárus Magnússon verður aðstoðarþjálfari kvennaliðsins en Lele Hardy mun vera spilandi þjálfari með liðinu. Hér að neðan er viðtal við Lárus.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Einar Árni Jóhannsson er enn með ungt og óreynt lið í höndunum þrátt fyrir að einhverjir þeirra ungu manna séu reynslunni ríkari frá því í fyrra en Njarðvíkingum er spáð 8. sæti deildarinnar hjá körlunum að þessu sinni. Einar segir að það sé eitthvað sem Njarðvíkingar hafi reiknað með. Viðtal við Einar má sjá hér að neðan.