Njarðvíkingarnir Páll og Friðrik hættir
Njarðvíkingarnir Páll Kristinsson og Friðrik Stefánsson hafa báðir ákveðið að segja staðar numið í körfuboltanum og ætla að koma skóm sínum kyrfilega fyrir á hilllunni frægu. Milli þessara tveggja pilta eru þó nokkuð margir titlar sem hafa flestir komið í hús með liði UMFN. Páll tók svo einn bikarmeistaratitil með Grindvíkingum.
Þeir eru nú báðir á 35. aldursári og kváðust báðir bara mjög sáttir með þessa ákvörðun og að tímabært væri að yngri leikmenn tækju nú við kyndlinum í teig Njarðvíkurliðsins.
„Við verðum kannski með B-liðinu í bikarnum á næsta ári en það verður ekki meira en það,“ sagði Páll Kristinsson í samtali við Karfan.is
www.karfan.is
Mynd efst: Friðrik Stefánsson í leik með Njarðvík gegn nágrönnum sínum úr Grindavík fyrr í vetur.
Páll Kristinsson í leik með Njarðvík gegn ÍR fyrr í vetur.