Njarðvíkingar yfirspiluðu Stúdenta
Njarðvíkingar áttu ekki í vandræðum með ÍS í seinni leik liðanna í Kjörísbikarkeppni karla í körfuknattleik í kvöld er þeir hreinlega völtuðu yfir þá, 111:50, í ljónagryfjunni. Eins og tölurnar gefa til kynna var aldrei spurning hvort liðið færi með sigur af hólmi í þessum leik en fyrri leikurinn endaði með jafntefli þar sem bestu leikmenn Njarðvíkurliðsins voru hvíldir. Að þessu sinni tóku þeir þátt í leiknum og því þurfti ekki að spyrja að leikslokum.Nánar um leikinn og tölfræði byrtist síðar.