Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Njarðvíkingar verða með tvo bandaríska leikmenn
Mánudagur 22. ágúst 2016 kl. 09:42

Njarðvíkingar verða með tvo bandaríska leikmenn

Stefan Bonneau klár í fyrsta leik - miðherji væntanlegur

Njarðvíkingar munu tefla fram tveimur erlendum leikmönnum í Domino’s deild karla í körfuboltanum á komandi tímabili. Liðið gerði tveggja mánaða reynslusamning við Stefan Bonneau og mun hann væntanlega verða klár í slaginn í fyrsta leik gegn Keflvíkingum, en eins og kunnugt er hefur hann slitið hásin tvisvar á síðasta árinu. Auk þess hefur verið samið við bandarískan miðherja sem verður þó ekki kynntur til leiks fyrr en síðar. Gunnar Örlygsson formaður kkd. greinir frá þessu í pistli á heimasíðu körfuknattleiksdeildar félagsins. Hann segir þar að með því að semja við Bonneau sé verið gefa honum og liðinu tækifæri til að sjá hvort hann hafi náð sér af erfiðum meiðslum. „Með tvo erlenda leikmenn er ljóst að einungis annar þeirra má spila inn á vellinum á hverri stundu. Það verður því ærið verkefni fyrir ungan þjálfara liðsins að deila með þeim mínútum,“ segir Gunnar einnig í pistlinum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024