Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Njarðvíkingar upp í 4. sæti
Föstudagur 29. febrúar 2008 kl. 10:01

Njarðvíkingar upp í 4. sæti

Njarðvík hafði mikilvægan sigur á Tindastól í Iceland Express deild karla í gærkvöldi en lokatölur leiksins voru 87-96 Njarðvíkingum í vil. Með sigrinum komust Njarðvíkingar upp í 4. sætið í deildinni þar sem Skallagrímsmenn töpuðu heima gegn Þór Akureyri. Snæfell burstaði reyndar Fjölni í Grafarvogi en Njarðvíkingar hafa betur í innbyrðisviðureignum gegn Snæfell og því eru Njarðvíkingar í 4. sæti og Snæfell í 5. sæti þar sem liðin hafa jafn mörg stig. Ef úrslitakeppnin hæfist í dag myndu Njarðvík og Snæfell mætast í fyrstu umferðinni þar sem Njarðvíkingar hefðu heimaleikjaréttinn.

 

Damon Bailey lét venju samkvæmt mikið fyrir sér fara í Njarðvíkurliðinu í gær og setti niður 28 stig og tók 7 fráköst. Það var nokkuð gleðiefni fyrir Njarðvíkinga að miðherjinn Egill Jónasson fór með þeim á Sauðárkrók en hann lék eina mínútu í leiknum og er enn að jafna sig eftir aðgerð sem hann gekkst undir á dögunum sökum meiðsla í hné. Egill lék í eina mínútu í leiknum en tókst ekki að skora.

 

Brenton Birmingham bætti við 26 stigum fyrir Njarðvík og Hörður Axel Vilhjálmsson var með 15 stig og 9 stoðsendingar. Stigahæstur hjá Tindastól var Philip Perre með 25 stig.

 

Næsti deilarleikur Njarðvíkinga er fimmtudaginn 6. mars þegar þeir taka á móti Skallagrím í Ljónagryfjunni.

 

Tölfræði úr leik Tindastóls og Njarðvíkur

 

VF-Mynd/ [email protected] - Damon Bailey í leik með Njarðvík gegn Keflavík fyrr á leiktíðinni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024