Njarðvíkingar unnu stórsigur á Valsmönnum
Grindvíkingar ekki í vandræðum með Skallagrím á útivelli
Njarðvíkingar unnu sannfærandi 47 stiga sigur á 1. deildarliði Valsmanna í Lengjubikar karla í körfubolta í kvöld. Sigurinn var aldrei í hættu og Njarðvíkingar komust allir á blað í leiknum. Í hálfleik var staðan 63-37 fyrir heimamenn í Njarðvík og þeir litu aldrei um öxl í síðari hálfleik og lönduðu gríðarlega öruggum sigri, lokatölur 117-70.
Tölfræði leiks:
Njarðvík: Nigel Moore 17/4 fráköst/6 stoðsendingar, Óli Ragnar Alexandersson 16/5 stoðsendingar, Elvar Már Friðriksson 16/5 stoðsendingar, Hjörtur Hrafn Einarsson 12/5 stolnir, Friðrik E. Stefánsson 11/6 fráköst, Magnús Már Traustason 10, Ágúst Orrason 9, Ólafur Helgi Jónsson 9, Oddur Birnir Pétursson 8/4 fráköst, Maciej Stanislav Baginski 5, Marcus Van 3, Birgir Snorri Snorrason 1.
Grindvíkingar gerðu góða ferð í Borgarnes í Lengjubikarnum og unnu Skallgrímsmenn örugglega, 81-108 í kvöld en þar var Jóhann Árni Ólafsson atkvæðamestur Grindvíkinga með 24 stig. Ólafur Ólafsson er óðum að koma til eftir meiðsli en hann skoraði 4 stig í kvöld og lék í rúmar 13 mínútur.
Tölfræði leiks:
Jóhann Árni Ólafsson 24/6 stoðsendingar, Aaron Broussard 23/5 fráköst, Þorleifur Ólafsson 17/7 fráköst/6 stoðsendingar, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 12, Ármann Vilbergsson 9, Samuel Zeglinski 8/5 stoðsendingar, Ómar Örn Sævarsson 4/7 fráköst, Ólafur Ólafsson 4, Jens Valgeir Óskarsson 3, Einar Ómar Eyjólfsson 2, Davíð Ingi Bustion 2, Björn Steinar Brynjólfsson 0/5 fráköst.