Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Njarðvíkingar unnu fyrstu viðureignina gegn Haukum
Njarðvíkingar fagna hér að hafa slegið Fjölni út í undanúrslitum Subway-deildar kvenna. Þær byrja úrslitin vel og unnu góðan sigur á Haukum á útivelli og leiða því 1:0. Mynd úr safni Víkurfrétta
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
þriðjudaginn 19. apríl 2022 kl. 21:07

Njarðvíkingar unnu fyrstu viðureignina gegn Haukum

Njarðvíkingar hefja úrslitin um Íslandsmeistaratitilinn í kvennaflokki frábærlega en fyrsta viðureign Njarðvíkur og Hauka fór fram í Hafnarfirði í kvöld. Eftir jafnan og spennandi leik fór að lokum svo að Njarðvík hafði ellefu stiga sigur, 59:70, og leiðir því einvígið um Íslandsmeistaratitilinn 1:0. Næsti leikur liðanna fer fram í Ljónagryfjunni á föstudagskvöld og hefst klukkan 19:15.

Haukar - Njarðvík 59:70

(14:17, 14:9, 19:18, 12:26)

Njarðvíkingar hófu leikinn betur og leiddu eftir fyrsta leikhluta með þremur stigum (14:17). Sóknarleikur þeirra hikstaði aðeins í öðrum leikhluta og Haukar gerðu vel, komust yfir og fóru með tveggja stiga forystu inn í hálfleikinn (28:26). Þriðji leikhluti var mjög jafn og liðin skiptust á forystunni. Njarðvík byrjaði seinni hálfleikinn af krafti og komst fjórum stigum yfir (29:33) en þá komu tíu stig í röð frá Haukum og þegar þriðja leikhluta lauk var staðan 47:44 fyrir Haukum.

Þegar fjórði leikhluti fór af stað voru Njarðvíkingar þremur stigum á eftir en þær jöfnuðu fljótlega (47:47) og þegar fór að síga á seinni hluta leikhlutans settu þær grænklæddu í fluggírinn og stigin hrönnuðust upp án þess að Haukar fengju rönd við reist. Að lokum sætur ellefu stiga sigur á erfiðum útivelli og Njarðvíkingar hafa tekið forystuna í baráttunni um Íslandsmeistaratitil kvenna í körfuknattleik.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024
Aliyah Collier átti enn einn frábæra leikinn og gerði 31 stig, tók 20 fráköst auk þess að verja þrjú skot. 46 framlagspunktar, takk fyrir! (Mynd: SkúliBSig)

Njarðvík: Aliyah A'taeya Collier 31/20 fráköst/3 varin skot, Lavína Joao Gomes De Silva 15/5 fráköst, Diane Diéné Oumou 9/4 fráköst/3 varin skot, Lára Ösp Ásgeirsdóttir 7, Helena  Rafnsdóttir  6, Vilborg Jonsdottir 2/5 fráköst/5 stoðsendingar, Dzana Crnac 0, Krista Gló Magnúsdóttir 0, Anna Lilja Ásgeirsdóttir 0, Jóhanna Lilja Pálsdóttir 0, Kamilla Sól Viktorsdóttir 0, Ása Böðvarsdóttir-Taylor 0.

Tengdar fréttir