Njarðvíkingar unnu 82 stiga sigur í grannaslag
Njarðvíkingar áttu ekki í teljandi vandræðum með granna sína frá Keflavík í gær, þegar liðin áttust við í Poweradebikar karla í körfubolta. Reyndar var um að ræða b-lið Keflvíkinga en lokatölur leiksins urðu 120-38 fyrir gestina frá Njarðvík. Hjá Keflavík var Elentínus Margeirsson atkvæðamestur með 14 stig. Hjá Njarðvík skoraði Maciej Baginski 23 stig og Ágúst Orrason 20 stig.
Nánari umfjöllun og viðtöl má sjá á Karfan.is.