VF jólalukka 25
VF jólalukka 25

Íþróttir

Njarðvíkingar töpuðu öðrum leiknum í röð
Laugardagur 2. febrúar 2019 kl. 10:33

Njarðvíkingar töpuðu öðrum leiknum í röð

Njarðvíkingar töpuðu öðrum leiknum í röð þegar þeir lágu fyrir Haukum í Hafnarfirði í Domino’s deildini í körfubolta í gærkvöldi að viðstöddum 57 áhorfendum sem fengu þó fjörugan leik. Haukar unnu 85-72 og voru í framlínusætinu allan tímann. Þeir leiddu 40-39 í hálfleik en voru mun sterkari í síðari hálfleik, sérstaklega í síðasta fjórðungnum.

Njarðvíkingar sem margir voru að spá öruggu efsta sæti hafa heldur betur misst flugið eftir áramót. Þeim voru mislagðar hendur við margt í Hafnarfirði og uppskáru eftir því en heimamenn léku á alls oddi gegn toppliði deildarinnar sem þarf heldur betur að girða sig í brók ef það ætlar að halda því þegar blásið verður til úrslitakeppni.

Haukar-Njarðvík 85-72 (20-17, 20-22, 23-19, 22-14)

Njarðvík: Elvar Már Friðriksson 24/5 fráköst, Jeb Ivey 15, Maciek Stanislav Baginski 12, Logi  Gunnarsson 8, Ólafur Helgi Jónsson 5/9 fráköst, Mario Matasovic 5/7 fráköst/5 stoðsendingar, Jon Arnor Sverrisson 3, Veigar Páll Alexandersson 0, Kristinn Pálsson 0, Garðar Gíslason 0, Gunnlaugur Sveinn Hafsteinsson 0, Adam Eiður Ásgeirsson 0.

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk
VF jól 25
VF jól 25