Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Njarðvíkingar töpuðu öðrum leiknum í röð
Laugardagur 2. febrúar 2019 kl. 10:33

Njarðvíkingar töpuðu öðrum leiknum í röð

Njarðvíkingar töpuðu öðrum leiknum í röð þegar þeir lágu fyrir Haukum í Hafnarfirði í Domino’s deildini í körfubolta í gærkvöldi að viðstöddum 57 áhorfendum sem fengu þó fjörugan leik. Haukar unnu 85-72 og voru í framlínusætinu allan tímann. Þeir leiddu 40-39 í hálfleik en voru mun sterkari í síðari hálfleik, sérstaklega í síðasta fjórðungnum.

Njarðvíkingar sem margir voru að spá öruggu efsta sæti hafa heldur betur misst flugið eftir áramót. Þeim voru mislagðar hendur við margt í Hafnarfirði og uppskáru eftir því en heimamenn léku á alls oddi gegn toppliði deildarinnar sem þarf heldur betur að girða sig í brók ef það ætlar að halda því þegar blásið verður til úrslitakeppni.

Haukar-Njarðvík 85-72 (20-17, 20-22, 23-19, 22-14)

Njarðvík: Elvar Már Friðriksson 24/5 fráköst, Jeb Ivey 15, Maciek Stanislav Baginski 12, Logi  Gunnarsson 8, Ólafur Helgi Jónsson 5/9 fráköst, Mario Matasovic 5/7 fráköst/5 stoðsendingar, Jon Arnor Sverrisson 3, Veigar Páll Alexandersson 0, Kristinn Pálsson 0, Garðar Gíslason 0, Gunnlaugur Sveinn Hafsteinsson 0, Adam Eiður Ásgeirsson 0.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024