Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Njarðvíkingar töpuðu gegn meisturunum
Föstudagur 10. október 2014 kl. 09:10

Njarðvíkingar töpuðu gegn meisturunum

Njarðvíkingar töpuðu í Vesturbænum gegn KR í gær, 92-78, í Domino's deild karla í körfubolta. Sigurinn hjá Íslandsmeisturunum var aldrei í hættu og leiddu þeir nánast allan leikinn. Logi Gunnarsson leiddi Njarðvíkinga með 15 stig, Mirko Virijevic bætti við 13 stigum og 15 fráköstum og Dustin Salisbery skoraði 13 stig. Fyrrum Keflvíkingurinn Michael Craion fór mikinn í leiknum, hann skoraði 29 stig og tók 18 fráköst.

 KR-Njarðvík 92-78 (22-19, 27-16, 24-18, 19-25)

Njarðvík: Logi Gunnarsson 15, Mirko Stefán Virijevic 13/15 fráköst, Dustin Salisbery 13/5 fráköst, Ólafur Helgi Jónsson 9, Hjörtur Hrafn Einarsson 8, Maciej Stanislav Baginski 7, Ágúst Orrason 5, Oddur Birnir Pétursson 4, Ólafur Aron Ingvason 2, Rúnar Ingi Erlingsson 2, Óli Ragnar Alexandersson 0, Ragnar Helgi Friðriksson 0.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

KR: Michael Craion 29/18 fráköst, Björn Kristjánsson 15/7 fráköst, Darri Hilmarsson 14/4 fráköst, Finnur Atli Magnússon 9/6 fráköst, Brynjar Þór Björnsson 9, Helgi Már Magnússon 8/5 fráköst, Illugi Auðunsson 5, Þórir Guðmundur Þorbjarnarsson 2, Þorgeir Kristinn Blöndal 1, Illugi Steingrímsson 0, Högni Fjalarsson 0, Vilhjálmur Kári Jensson 0.