Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Njarðvíkingar töpuðu á heimavelli
Mánudagur 21. júlí 2014 kl. 10:52

Njarðvíkingar töpuðu á heimavelli

Njarðvíkingar töpuðu gegn Sindra á heimavelli sínum þegar liðin áttust við í 2. deild karla í knattspyrnu um helgina. Gestirnir höfðu 2-4 sigur en þeir náðu forystu eftir um 20 mínútna leik. Andri Fannar Freysson, sem er nýlega kominn til Njarðvík aftur, jafnaði metin skömmu síðar. Sindramenn fengu svo vítaspyrnu og náðu 1-2 forystu áður en flautað var til hálfleiks. Sindramenn náðu svo 1-3 forystu þegar um stundarfjórðungur var eftir af leiknum. Eftir að venjulegum leiktíma lauk skoruðu liðin sitt hvort markið, fyrst náðu Njarðvíkingar að minnka muninn en Sindramenn gerðu út um leikinn í blálokin.

Njarðvíkingar hafa aðeins fimm stig á botni 2. deildar eftir 12 umferðir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024