Njarðvíkingar töpuðu á Blönduósi
Njarðvíkingar töpuðu gegn Hvöt á Blönduósi, 3-2, í 2. deild karla í knattspyrnu í gær. Þetta var fyrsti leikur Njarvðíkinga undir stjórn Helga Bogasonar, sem tók við liðinu á nýjan leik eftir að Marko Tanasic sagði upp störfum fyrir skemmstu.
Hvatarmenn náðu strax góðri forystu með tveimur mörkum á fyrstu 11 mínútunum. Staðan var 2-0 í hálfleik en Kristinn Örn Agnarsson skoraði fyrir Njarðvík í upphafi seinni hálfleiks og minnkaði muninn í 2-1.
Það voru svo heimamenn sem gerðu út um leikinn með þriðja markinu á lokamínútu venjulegs leiktíma og breytti engu um útkomuna þó Kristinn Björnsson skoraði fyrir Njarðvík þegar 6 mínútur voru komnar fram yfir 90 mínúturnar.
Njarðvík er enn í 3. sæti deildarinnar, með 22 stig, en Grótta er með 25 og Reynir með 28 á toppnum.
Mynd úr safni/umfn.is