Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Föstudagur 15. febrúar 2002 kl. 22:11

Njarðvíkingar tóku Stjörnuna í bakaríið

Njarðvíkingar áttu ekki í erfiðleikum með botnlið Stjörnunar í kvöld í úrvalsdeild karla í körfuknattleik en þeir sigruðu 102:75 eftir að hafa leitt í hálfleik 49:31.Njarðvíkingar leiddu allan leikinn og fengu allir leikmenn liðsins að spreyta sig.
Páll Kristinnsson var mjög góður í leiknum og barðist eins og ljón allan leikinn og endaði með 18 stig og 13 fráköst. Teitur Örlygs og Halldór Karlsson voru einnig góðir.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024