Atnorth
Atnorth

Íþróttir

Njarðvíkingar tapa fyrir Stúdínum
Mánudagur 28. febrúar 2005 kl. 21:38

Njarðvíkingar tapa fyrir Stúdínum

Njarðvíkingar töpuðu fyrir ÍS 66-61 í 1. deild kvenna í íþróttahúsi Kennaraháskólans í kvöld.

Njarðvíkur stúlkur voru búnar að missa af úrslitakeppninni fyrir leikinn en gengu til leiks til að sigra.  Njarðvíkingar leiddu leikinn framan af og í hálfleik var staðan 27-32 fyrir Njarðvík. Stúdínur náðu hægt og bítandi að minnka muninn og staðan eftir þriðja leikhluta 43-42 Stúdínum í vil. Njarðvíkingar áttu klaufakafla í lok þriðja leikhluta og í byrjun fjórða sem varð til þess að Stúdínur náðu yfirhöndinni og komust 10 stigum yfir. Njarðvíkingar náðu aðeins að saxa á forskotið en ekki nægilega til að sigra leikinn og uppskáru Stúdínur 66-61 sigur. 

Vera Janjic og Jaime Woudstra skoruðu 47 stig af 61 stigi Njarðvíkur. Vera Janjic var með 28 stig í kvöld og 10 fráköst, Jaime Woudstra var með 19 stig og 16 fráköst. Helga Jónasdóttir var með 13 fráköst og 6 stig. 

Jón Júlíusson þjálfari kvennaliðs Njarðvíkur var stoltur af stelpunum „Varnarlega vorum við að gera góða hluti, stelpurnar lögðu sig fram í leiknum þrátt fyrir að hafa að engu að keppa, en það vantaði uppá í vörninni” sagði hann að leikslokum og fannst leikurinn vera fín skemmtun en að Vera Janjic og Jaime Woudstra hafi vantað smá meiri hjálp sóknarlega frá liðsfélögunum.   

Tölfræði úr leiknum

Bílakjarninn
Bílakjarninn