Njarðvíkingar taka á móti ÍR-ingum í kvöld
Bikarmeistarar Njarðvíkur mæta ÍR-ingum í Ljónagryfjunni í kvöld í átta liða úrslitum Intersport-deildarinnar í körfuknattleik. Njarðvíkingar tefla fram tveimur nýjum bandarískum leikmönnum í leiknum, þeim Alvin Snow og Doug Wrenn, og verður fróðlegt að sjá hvernig þeir aðlagast leik Njarðvíkurliðsins.
Leikurinn hefst klukkan 19:15.