Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Njarðvíkingar Suðurnesjameistarar A-liða í 4. flokki
Fimmtudagur 8. september 2005 kl. 12:07

Njarðvíkingar Suðurnesjameistarar A-liða í 4. flokki

Suðurnesjamót 4. flokks fór fram á Njarðvíkurvelli á þriðjudag og var leikið í A og B liðum. Mótið var hraðmót 2 x 15 mín og var leikið á tveimur völlum samtímis. Til mótsins mættu Grindavík, Keflavík og Njarðvík en Reynir/Víðir drógu lið sitt úr keppni. Hvasst var og stóð vindurinn uppá annað markið á báðum völlunum og setti það svip sinn á mótið.

Úrslit leikja voru eftirfarandi:
A lið
Njarðvík - Grindavík 6 - 0
Njarðvík - Keflavík 0 - 0
Keflavík - Grindavík 3 - 1
Njarðvík sigurvegari á markatölu.

B lið
Keflavík - Njarðvík 2 - 3
Njarðvík - Grindavík 0 - 1
Keflavík - Grindvík 0 - 2
Grindavík sigurvegari

Af umfn.is

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024