Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Njarðvíkingar styrkja Velferðarsjóð Suðurnesja
Miðvikudagur 6. júlí 2011 kl. 14:49

Njarðvíkingar styrkja Velferðarsjóð Suðurnesja

Fyrir leik Njarðvíkinga gegn ÍH í gærkvöldi fór fram afhending á styrk frá Landsbankanum og Knattspyrnudeild UMFN til Velferðarsjóðs Suðurnesja. En Landsbankinn hefur afsalað sér auglýsingum á keppnisbúningum hjá knattspyrnudeildinni og boðið félaginu að velja sér gott málefni á búningana þess í stað. Knattspyrnudeild Njarðvíkur valdi Velferðarsjóð Suðurnesja og mun merki þess prýða búninga félagsins næstu þrjú ár.

Þetta er gert í takt við nýja stefnu sem Landsbankinn hefur sett sér um stuðning bankans við íþróttafélög undir yfirskriftinni Samfélag í nýjan búning. Markmiðið er að tengja saman stuðning bankans við íþróttir og mannúðarmál. Í tenglsum við þetta verkefni hefur verið stofnaður áheitasjóður fyrir Velferðarsjóð Suðurnesja og greiðir bankinn tiltekna upphæð fyrir hvern sigur Njarðvíkur í sumar. Öðrum fyrirtækjum og einstaklingum er frjálst að heita á liðið sitt og leggja þannig góðu málefni lið. Sigur Njarðvíkur er ávinningur fyrir Velferðarsjóð Suðurnesja. Íþróttir geta sannarlega verið gefandi. Landsbankinn er stoltur bakhjarl knattspyrnudeildar Njarðvíkur.

Landsbankinn mun af þessu tilefni færa Velferðarsjóðnum 500.000 kr. styrk. Þeir Einar Hannesson útibússtjóri og Björn Kristinsson þjónustustjóri Landsbankans í Reykjanesbæ ásamt fyrirliða Njarðvíkinga Einari Val Árnasyni sem afhentu Hjördísi Kristinsdóttir frá Velferðasjóði Suðurnesja styrkinn fyrir leik Njarðvikinga í gærkvöldi gegn ÍH.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Mynd/umfn.is: Arngrímur Guðmundsson, Einar Hannesson, Einar Valur Árnason fyrirliði, Hjördís Kristinsdóttir, Björn Kristinsson við afhendingu styrksins í gærkvöldi.