Njarðvíkingar styrkja liðið
Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur hefur samið við Dedrick Basile til að leika með liðinu á komandi tímabili. Basile er bakvörður sem lék með Þór Akureyri á síðasta tímabili og skilaði hann í hús rúmlega 19 stigum og 8 stoðsendingum í þeim 25 leikjum sem hann lék með liðinu á síðasta tímabili.
Basil er 26 ára Bandaríkjamaður og óhætt að segja að hann styrkir enn frekar ansi þéttann hóp liðsins fyrir komandi átök, segir í frétt á heimasíðu UMFN.