Njarðvíkingar stóðust prófið
Njarðvíkingar stóðust fyrsta próf úrslitakeppninnar i Iceland-Expressdeildinni þegar þeir lögðu baráttuglaða ÍR-inga að velli, 77-67, á heimavelli sínum.
Mikil pressa var á heimamönnum, en ÍR sló þá einmitt út í 8-liða úrslitum í fyrra. Turnarnir tveir, Friðrik Stefánsson og Egil Jónasson, opnuðu leikinn, hvor með sinni körfunni, og komu Njarðvík í 4-0. Breiðhyltingar svöruðu fyrir sig og voru skammt á eftir þar til á 5. mínútu þegar þeir komast í 8-11 og héldu þeir þeirri forystu mestallan fyrri hálfleik. Vörn Njarðvíkinga var allt of gjafmild á meðan þeir voru líka að klikka á góðum færum nálægt körfu ÍR, auk þess sem skyttur ÍR voru í banastuði framan af. Þeir hittu út 7 af fyrstu 11 þriggja stiga körfum sínum í leiknum og þegar liðin héldu inn í klefa var staðan 47-48 fyrir ÍR.
Njarðvíkingar hafa eflaust fengið orð i eyra frá Einari Árna, þjálfara sínum, í hálfleik því þeir mættu trítilóðir til leiks og náðu fljótlega öllum völdum á vellinum. Með sterkri vörn náðu þeir að stöðva skyttur ÍR-inga og sigu hægt og bítandi framúr.
Gestirnir skoruðu ekki nema eina körfu á fyrstu fimm mínútum seinni hálfleiks og var það of stór biti til að kyngja. um miðjan fjóraða leikhluta fór munurinn niður í 7 stig þegar minnst var en sigurinn var aldrei í hættu.
VF-myndir/Þorgils
Tilþrif leiksins: Friðrik Stefánsson