Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fimmtudagur 5. apríl 2001 kl. 17:30

Njarðvíkingar sterkari, óþreyttari og með heimavöllinn

Það verður að segjast eins og er að það er ákveðin ánægja fyrir körfugúru VF að tvö efstu liðin í deildarkeppninni skuli
leika til úrslita um meistaratitilinn. Tindastólsmenn hafa í raun sýnt fram á mikilvægi deildarkeppninnar með frammistöðu
sinni. Þeir hafa náð hámarksfjölda leikja úr hverri umferð, alltaf sigrað á heimavelli og alltaf tapað á útivelli. Það
því alveg segja að þeir væru ekki í úrslitum ef deildarkeppnin skipti litlu sem engu. Njarðvíkingar verða að teljast
sigurstranglegri, þeir eiga heimavöllinn, hafa reynsluna og ættu að vera úthvíldir í samanburði við Sauðkrækinga. Eins og
í undanúrslitunum mun ég bera saman leikmennina sem líklegast byrja inni á vellinum í fyrsta leiknum á sunnudag, byggt á
leiktíma í úrslitakeppninni, annars vegar tölulega og hins vegar leik þeirra og karakter.













NafnMínStig2ja%3ja%Víta%Frák.Stoðs.Stoln.Tap.
Adonis Pomones271154,533,3801,94,41,61,9
Brenton Birmingham3724,363,646,274,38,58,524

Við fyrstu sýn ætti þetta einvígi að vera einstefna, Brenton er einn besti erlendi leikmaðurinn sem hingað hefur komið, er bæði fljótur
og líkamlega sterkur en Pomonis reyndist landsliðsþríeyki Keflvíkinga erfiður (14,4 stig, 5,4 stoðsendingar og aðeins 2,4 tapaðir boltar)
og gæti því reynst Brenton erfiðari en margir gætu haldið. Varnarlega verður Pomones í vandræðum sérstaklega fái Brenton knöttinn nálægt
körfunni og kemur orðið "misnotkun" fram í hugann lendi hann í þessari stöðu. Valur Ingimundarson, þjálfari liðsins, gætir brugðið á það
ráð að láta Lárus Dag gæta Brentons en allar slíkar skiptingar á milli varnar og sóknar hægja á hinum svokallaða skiptitíma, þ.e.a.s þann
tíma sem það tekur lið að skipta úr sóknarham í varnarham. Samanburðurinn: Njarðvík +5.












NafnMínStig2ja%3ja%Víta%Frák.Stoðs.Stoln.Tap.
Ómar Sigmarsson254,133,321,91001,42,41,02,8
Logi Gunnarsson2819,353,335,372,74,52,51,81,7

Síðasta ímyndin af þessum tveimur, í hugum þeirra sem hafa fylgst með úrslitakeppninni, er af Loga að setja niður ótrúlega þrista en af
Ómari að brenna af slíkum skottilraunum og séu tölurnar skoðaðar þá sést að Ómar hefur ekki náð sér á strik hingað til í úrslitunum. Málið
er bara að það skiptir ekki öllu máli hvað menn hafa gert hingað til. Tindastóll mun beita sömu leikaðferð og sendi Keflavík í snemmbúið
sumarfrí, dekka bakverðina fast út og treysta á hjálpina frá stóru mönnunum. Ómar mun fyrst og fremst spila harða vörn á strák og reyna að
ná til boltans áður en Logi kemst á flug. Hinum megin á vellinum þarf Logi að halda einbeitingunni því Ómar þarf oft ekki nema að einn
þristur detti til að detta í stuð sem erfitt er að eiga við en hann er að auki lunkinn að finna samherjana í gegnumbrotunum.
Samanburðurinn: Njarðvík +2













NafnMínStig2ja%3ja%Víta%Frák.Stoðs.Stoln.Tap.
Kristinn Friðriksson2714,052,336,51003,42,41,61,4
Teitur Örlygsson3213,256,521,990,55,23,02,41,2

Þetta gæti orðið allsvakalegt einvígi. Báðir leikmennirnir eru óútreiknanlegar skyttur, báðum finnst gaman að spila með áhorfendur,
anstæðingana, dómarana, eru með munninn fyrir neðan nefið, beita öllum þeim brögðum sem dómarnir leyfa og nokkrum sem dómarnir mega
ekki sjá, og GETA bakkað upp stóru orðin. Teitur hefur sent slakt tímabil á vit gleymskunnar með spilamennsku sinni í úrslitakeppninni
og með því gefið hörðustu gagnrýnendunum "verðskuldaðan kinnhest". Kristinn er X-gildið, leikmaðurinn sem getur breytt töpuðum leik í
unninn án þess að vörnum sé hægt að koma við, og held ég að Valur þjálfari geri sér vel grein fyrir því. Varnarlega slapp Kristinn, sem
er ekki sá fljótasti, vel gegn Keflvíkingum og ætti hann að geta fylgt Teiti nokkuð vel eftir. Friðrik Ragnarsson gæti vel álitið sem svo
að taka ekki sénsinn á að strákur detti í stuð og sent Brenton honum til höfuðs strax í upphafi leiks þó ég hafi persónulega þá trú að
Teitur fái hlutverkið. Samanburðurinn: Tindastóll +1













NafnMínStig2ja%3ja%Víta%Frák.Stoðs.Stoln.Tap.
Michail Antropov239,559,6----807,81,90,51,1
Friðrik Stefánsson3010,063,6---62,18,70,51,82,5

Njarðvíkingum gekk ágætlega með rússann langa í vetur en því miður á við nýjan Andropov að eiga nú. Leikirnir gegn Keflavík hljóta að hafa
eflt sjálfstraust hans mikið því hann lék lykilhlutverkið í harmleiknum "Hraðlestina heim". Svæðisvörn Keflvíkinga var útfærð þannig að álagið
á hann var gríðarlegt. Hann var lausi maðurinn, leikmaðurinn sem treyst var á að klikkaði. Hann brást sínu liði ekki og gerði eflaust betur en
bjartsýnustu bakarar á Króknum þorðu að vona, sérstaklega í vörninni þar sem hann gott sem spilaði svæðisvörn en stoppaði samt sinn mann að
auki. Friðrik Stefánsson er ekki kallaður "trukkur" fyrir ekki neitt og hefur hann líkamlega yfirburði gegn Andropov og aðeins spurning um hvort
hann nær að beita þeim. Bæði Andropov og Myers eru blokkarar miklir og nái þeir að verja fyrstu skotin frá Friðrik er hætt við að sjálfstraustið
hrapi hjá Friðrik. Lykilatriði fyrir Friðrik er stöðubaráttan, ná stöðu nálægt körfunni í sókninni og að halda Andro úr sóknarfráköstunum en
hinummegin eru stuttu stökkskotin lykillinn að velgengni Andropovs. Hann færir Friðrik ekkert eins og hann gerði við litlu bakverðina hjá
Keflavík. Samanburðurinn: Njarðvík +1












NafnMínStig2ja%3ja%Víta%Frák.Stoðs.Stoln.Tap.
Shawn Myers3524,659,147,168,315,12,92,52,1
Jes Hansen2414,066,731,383,38,71,51,82,5

Shawn Myers og Calvin Davis léku báðir frábærlega í undanúrslitunum en samherjar Calvin brugðust enn verr en samherjar Myers og því
telst Myers kóngurinn, hann heldur jú áfram í keppninni. Þessi hljóðláti piltur er undraverður leikmaður og er Hanseninn ekki öfundsverður
af hlutverki sínu en honum gekk þó vel í vörninni gegn pilti í síðasta leik. Miðað við hæð þá telst Myers verulega fljótur og sérstaklega
snöggur að stökkva, hreinlega skoppar á stundum. Hann getur skotið alls staðar á vellinum, frákastar mjög vel og ver skot til vinstri og hægri.
Boltameðferð hans er veikasti hlekkurinn en á það reynir ekki verulega því hann er jú miðherji. Jes Hansen var hetjan í þriðja leiknum gegn
KR og hefur leikið mjög vel eftir áramót. Nú reynir mjög á hann, bæði fær hann erfitt hlutverk í vörninni og í fyrsta sinn í úrslitakepnninni
fær hann varnarmann á sig sem er stærri. Hann er líklegast maðurinn sem fær skotin, maðurinn sem hjálpað verður frá á sama hátt og Tindastóll
gerði gagnvart þeim Birgi Ö. Birgis og Jóni Nordal Keflvíkingum. Gallinn er sá, fyrir Val Ingimundarson þjálfara Tindastóls, er að Hanseninn
er skytta góð og setur meira að segja niður þrista þegar sá er gállinn á honum. Samanburðurinn: Tindastóll +3


Samantektin:
Njarðvíkingar koma út með fjóra í plús séu byrjunarliðin einungis skoðuð og séu bekkirnir bornir saman þá helst samanburðurinn Njarðvíkingum
í hag. Svavar Birgisson og Halldór Karlsson jafna hvorn annan út og sama gera Friðrik Hreinsson og Friðrik Ragnarsson. Aðrir leikmenn hafa
komið of lítið við sögu til að fá einkunn. Heimavöllurinn gefur Njarðvíkingum +5 til viðbótar, reynslan gefur þeim aðra 5 plúsa og hvíldin
einn enn. Valur Ingimundarson vann þjálfaraslaginn við bróður sinn og þeir Friðrik og Teitur unnu sálfræðislaginn við KR og báðir aðilar fá
stóra plúsa þar en Valur þó 2 meira og klórar í bakkann fyrir sína menn. Það verður víst að teljast stærri sálfræðileg hindrun að komast í
úrslit í fyrsta sinn en að brjóta af sér eins árs hlekki Vesturbæinga. Niðurstaðan er því sú að Njarðvíkingar verða að teljast
sigurstranglegri svo nemur 13 plúsum. Sárni Sauðkrækingum samanburðurinn má hugga þá með því að líklegast hefðu þeir komið enn ver út í
sams konar samanburði við Keflavík, sem þeir þó unnu, en þar höfðu þeir heimavöllinn.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024