Njarðvíkingar steinlágu í Vesturbænum
Grindavík og Keflavík með örugga sigra
Njarðvíkingar sáu aldrei til sólar gegn KR-ingum í kvöld, þegar liðin mættust í DHL höllinni í Dominos-deild karla. Heimamenn í KR hreinlega völtuðu yfir Njarðvíkinga sem áttu virkilega slæman dag. Í hálfleik leiddu röndóttir 59-32 og ljóst að Njarðvíkingar myndu ekki ná að vinna upp það forskot. Njarðvíkingar náðu þó að laga stöðuna örlítið undir lokin en á endanum var munurinn 24 stig. Elvar Már Friðriksson var bestur Njarðvíkinga í leiknum eins og oft áður, en hann skoraði 28 stig. Aðrir áttu frekar dapran dag. Tölfræði úr leiknum hér að neðan.
KR-Njarðvík 96-72 (33-17, 26-15, 19-13, 18-27)
Njarðvík: Elvar Már Friðriksson 28/6 fráköst, Nigel Moore 11/7 fráköst, Ágúst Orrason 10, Logi Gunnarsson 8, Hjörtur Hrafn Einarsson 7, Óli Ragnar Alexandersson 4, Friðrik E. Stefánsson 3/7 fráköst, Halldór Örn Halldórsson 1, Egill Jónasson 0, Ólafur Helgi Jónsson 0, Magnús Már Traustason 0, Brynjar Þór Guðnason
Keflvíkingar halda áfram sigurgöngu sinni en þeir fóru létt með Skallagrímsmenn í Borgarnesi. 29 stiga sigur varð niðurstaðan að lokum en Keflvíkingar leiddu allan leikinn.
Skallagrímur-Keflavík 67-96 (18-22, 19-25, 10-29, 20-20)
Keflavík: Darrel Keith Lewis 20, Guðmundur Jónsson 14/5 stolnir, Michael Craion 13/12 fráköst, Gunnar Ólafsson 11, Þröstur Leó Jóhannsson 11, Arnar Freyr Jónsson 9/5 fráköst/7 stoðsendingar, Valur Orri Valsson 7, Almar Stefán Guðbrandsson 6/6 fráköst, Hafliði Már Brynjarsson 5, Ólafur Geir Jónsson 0, Ragnar Gerald Albertsson 0, Andri Daníelsson 0.
Í Röstinni fór fram leikur Grindavíkur og Stjörnunnar þar sem Grindvíkingar mættu með nýjan Kana til leiks. Sá heitir Earnest Lewis Clinch Jr., en hann gerði sér lítið fyrir og leiddi Grindvíkigna í stigaskori í sigurleik gegn Garðbæingum. Bakvörðurinn skoraði 17 stig rétt eins og Ómar Örn Sævarsson. Grindvíkingar unnu leikinn með 20 stiga mun, 87-67.
Grindavík-Stjarnan 87-67 (17-12, 28-25, 24-15, 18-15)
Grindavík: Earnest Lewis Clinch Jr. 17/5 stoðsendingar, Ómar Örn Sævarsson 17/8 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 14, Jón Axel Guðmundsson 12, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 8/8 fráköst, Þorleifur Ólafsson 7, Ólafur Ólafsson 6/9 fráköst, Jens Valgeir Óskarsson 3, Daníel Guðni Guðmundsson 3, Björn Steinar Brynjólfsson 0, Hilmir Kristjánsson 0, Ármann Vilbergsson 0.