Njarðvíkingar steinlágu fyrir Stjörnunni
Það má segja að Njarðvíkingar hafi ekki séð til sólar í kvöld þegar Stjarnan tók á móti þeim í Garðabæ. Stjarnan sýndi mikla yfirburði frá fyrstu mínútu og hafði náð 23 stiga forskoti í hálfleik (53:30). Njarðvíkingar bitu aðeins frá sér í þriðja leikhluta og gerðu þá 27 stig en lengra komust þeir ekki og Stjarnan hrósaði tuttugu stiga sigri að lokum (97:77).
Stjarnan - Njarðvík 97:77
(23:12, 30:18, 20:27, 24:20)
Frammistaða Njarðvíkinga: Haukur Helgi Pálsson 21/4 fráköst, Dedrick Deon Basile 15, Logi Gunnarsson 15, Mario Matasovic 12/11 fráköst, Nicolas Richotti 7/6 stoðsendingar, Maciek Stanislav Baginski 5/5 fráköst, Fotios Lampropoulos 2/5 fráköst, Bergvin Einir Stefánsson 0, Veigar Páll Alexandersson 0, Jan Baginski 0, Elías Bjarki Pálsson 0, Ólafur Helgi Jónsson 0.
Staða efstu liða eftir ellefu umferðir:
Keflavík 18 stig
Þór Þ. 16 stig
Grindavík 14 stig
Njarðvík 14 stig