Njarðvíkingar sóttu þrjú stig í Þorlákshöfn
Njarðvíkingar unnu góðan útisigur á Ægi í 2. deild í knattspyrnu karla í gær. Njarðvíkingar höfðu 1-3 sigur þar sem þeir náðu 0-2 forystu. Heimamenn minnkuðu muninn þegar 20 mínútur voru til leiksloka en Theodór Guðni Halldórsson sá til þess að Njarðvíkingar færu örugglega með stigin þrjú heim frá Þorlákshöfn, þegar hann skoraði þriðja mark Njarðvíkinga tveimur mínútum síðar.
Þeir Ari Steinn Guðmundsson og Harrison Hanley sáu um að skora hin mörkin fyrir Njarðvík. Njarðvíkingar eru í sjöunda sæti deildarinnar.