Njarðvíkingar sóttu bikar til Eyja
Flottir strákar í 6. flokki í fótboltanum
Njarðvíkingar voru sigursælir á Orkumóti 6. flokks í fótbolta um helgina. Njarðvík sendi tvö lið til leiks en Njarðvíkurlið 1 tókst að vinna einn af þeim bikurum sem voru í boði á mótinu, svokallaðan Álfseyjarbikar. Sigurinn kom eftir mikla baráttu við FH í úrslitaleik og var það Tómas Ingi Oddsson fyrirliði liðsins sem tók við bikarnum í leikslok.
Að venju fór fram á föstudeginum úrvalsleikur milli landsliðsins og pressuliðs og átti Njarðvík fulltrúa í báðum liðum. Alexander Freyr Sigvaldason spilaði með pressuliðinu og Jón Garðar Arnarsson var markvörður landsliðsins.
	.jpg)
Alexander Freyr Sigvaldason og Jón Garðar Arnarsson.
	.jpg)
Tómas Ingi Oddsson fyrirliði Njarðvíkinga með bikarinn.

.jpg) 
	
			

 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				