Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Njarðvíkingar sömdu við þrjá leikmenn
Mánudagur 14. mars 2016 kl. 09:41

Njarðvíkingar sömdu við þrjá leikmenn

Njarðvíkingar halda áfram að styrkja sig fyrir komandi átök í 2. deildinni í knattspyrnu, en þeir bættu við sig þremur leikmönnum um helgina. Fyrrum leikmenn liðsins þeir Árni Þór Ármannsson og Stefán Guðberg Sigurjónsson eru komnir aftur til Njarðvíkur eftir stutt stopp hjá Víði og Keflavík. Njarðvíkingar fengu einnig ungan sóknarmann frá Haukum til sín en sá heitir Gunnar Bent Helgason og er hann tvítugur.

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024