Njarðvíkingar slógu út bikarmeistarana
Njarðvíkingar tryggðu sér sæti í átta liða úrslitum bikarkeppni karla í körfubolta í kvöld, með sigri á núverandi bikarmeisturum í Stjörnunni. Leikurinn fór fram á heimavelli Njarðvíkinga en lokatölur urðu 86-72. Leikurinn var jafn allan tímann en í síðasta leikhluta stungu Njarðvíkingar af og tryggðu sér þægilegan sigur. Njarðvíkingar skiptu stigunum nokkuð bróðurlega á milli sín en Logi Gunnarsson skoraði mest, eða 20 stig. Það eru góð tíðindi fyrir Njarðvíkinga að fá Maciej Baginski aftur til leiks en hann lék tæpar fimm mínútur í leiknum.
Njarðvík-Stjarnan 86-72 (25-22, 16-19, 17-19, 28-12)
Njarðvík: Logi Gunnarsson 20/7 fráköst, Ágúst Orrason 12, Nigel Moore 12/14 fráköst, Hjörtur Hrafn Einarsson 11/6 fráköst, Ólafur Helgi Jónsson 10, Elvar Már Friðriksson 9/9 stoðsendingar, Egill Jónasson 7/5 fráköst, Friðrik E. Stefánsson 3, Óli Ragnar Alexandersson 2, Halldór Örn Halldórsson 0, Magnús Már Traustason 0, Maciej Stanislav Baginski 0.