Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Njarðvíkingar skrefi nær því að halda sæti sínu í 2. deild
Frá leik á Njartaksvellinum fyrr í sumar
Sunnudagur 13. september 2015 kl. 15:00

Njarðvíkingar skrefi nær því að halda sæti sínu í 2. deild

Lokaumferðin næstu helgi - enn getur allt gerst

Njarðvíkingar stigu í gær skref í áttina að því að halda sæti sínu í 2. deild karla eftir frækinn sigur á Sindra á Njarðtaksvellinum. Lokatölur urðu 3-2 fyrir Njarðvík.

Heimamenn komust í 2-0 á fyrstu 50 mínútum leiksins með mörkum frá Aroni Róbertssyni og fyrirliðanaum Styrmi Gauta Fjeldsted. Sindramenn minnkuðu muninn á 77. mínútu áður en að Ari Steinn Guðmundsson tryggði sigur Njarðvíkinga með marki mínútu fyrir lok venjulegs leiktíma. Það voru hinsvegar leikmenn Sindra sem að klóruðu bakkann í uppbótartíma og þar við sat.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Njarðvíkingar hirrtu 3 gríðarlega mikilvæg stig í botnbaráttunni sem verður rosaleg næstu helgi þegar síðasta umfer deildarinnar verður leikinn. Njarðvík situr í 9. sæti af 12 liðum með 23 stig og mæta liði Ægis sem er í 11. sæti með 21 stig. Jafntefli dugar því Njarðvíkingum til þess að forðast fall en Ægir gæti komist uppfyrir Njarðvík með sigri og Tindastóll þarf að ná í jafntefli eða sigur gegn Aftureldingu til þess að skilja Njarðvík eftir í fallsæti.

Lokaumferðin fer fram laugardaginn 19. september.