Njarðvíkingar skemmtu sér í Fossvoginum
Í dag tóku yngstu iðkendur hjá Njarðvík þátt í Arion banka móti Víkings í frábæru veðri. Frá þessu er greint á heimasíðu UMFN.
Um 40 iðkenndur frá Njarðvík bæði stelpur og strákar í 7. flokki mættu í Fossvoginn ásamt fjölda foreldra, systkina og annarra stuðningsmanna.
Skráð voru 100 lið til leiks, skipuð krökkum í 7. og 8. flokki á aldrinum fjögurra til átta ára. Allir voru leystir út með gjöfum og fengu fyrir heimför hamborgara úr útieldhúsi Grillhússins í Víkinni.
Hér má svo sjá fréttina í heild sinni ásamt myndum frá mótinu.