Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Njarðvíkingar sigursælir í keltneskri glímu
Þriðjudagur 11. apríl 2017 kl. 13:06

Njarðvíkingar sigursælir í keltneskri glímu

Keppendur frá Júdódeild UMFN unnu sér inn fimm verðlaun á Evrópumeistaramótið í keltesku fangi (celtic wresling) í Austuríki á dögunum.

Ægir Már Baldvinsson varð þriðji í Gouren og Backhold og Gunnar Gústav Logason varð þriðji í Ranggeln og Backhold en gerði sér lítið fyrir og komst í úrslit í Gouren. Hann endaði svo annar eftir geysispennandi úrslitaviðureign. Heiðrún Fjóla Pálsdóttir gat ekki keppt vegna þrálátra axlameiðsla sem hún hefur glímt við síðustu vikur. Jana Lind Ellertsdóttir sem varð íslandsmeistari með Júdódeildinni á síðasta ári varð síðan Evrópumeistari í Ranggeln og backhold, en hún keppir fyrir annað félag í glímunni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024