Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Njarðvíkingar sigursælir á Mjölnir Open
Miðvikudagur 13. júní 2012 kl. 15:56

Njarðvíkingar sigursælir á Mjölnir Open



Njarðvíkingar náðu glæsilegum árangri um helgina á Mjölnir Open í brasilísku Jui Jitsu. Níu keppendur mættu til leiks fyrir hönd Júdódeildar Njarðvíkur/Sleipnis og átta verðlaunapeningar komu í hús að þessu sinni. Þrenn gullverðaun, þrenn silfurverðlaun og tvenn bronsverðlaun. Frábær endir á góð keppnistímabili.

Allar viðureignir þessa móts voru skemmtilegar og fjölbreittar. Viðureignirnar unnust á svæfingatökum og lásum í öllum litum regnbogans.

Gullverðlaun

Bjarni Darri Sigfússon
Svanur Þór Mikaelsson
Karel Bergmann Gunnarsson


Silfurverðlaun

Joseph Sokrates Petterle Nelson
Bjarni Júlíus Jónsson
Hákon Klaus Haraldsson


Bronsverðlaun

Eyþór Wiggert
Þröstur Ingi Smárason


Mynd: Svanur Þór Mikaelsson fagnar sigri.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024