Njarðvíkingar sigruðu í Hólminum
Njarðvík sigraði Snæfell, 63:60, á Stykkishólmi í Intersportdeild karla í körfuknattleik í kvöld. Njarðvík hafði yfir, 35:29 í hálfleik en sóknarleikur liðanna var ekki upp á marga fiska eins og töurnar gefa til kynna. Í 1. deild kvenna sigruðu Keflavíkurstúlkur nágranna sína úr Grindavík, 65:58, eftir að hafa leitt 35:24 í hálfleik og halda þær því 10 stiga forskoti á toppi deildarinnar.
GJ. Hunter skoraði 20 stig fyrir Njarðvíkinga, Friðrik Stefánsson var með 16 og Teitur Örlygsson 14. Eftir leikinn eru Njarðvíkingar í 5. sæti deildarinnar með 20 stig.
GJ. Hunter skoraði 20 stig fyrir Njarðvíkinga, Friðrik Stefánsson var með 16 og Teitur Örlygsson 14. Eftir leikinn eru Njarðvíkingar í 5. sæti deildarinnar með 20 stig.