Fimmtudagur 15. janúar 2015 kl. 21:47
Njarðvíkingar sigruðu Fjölnismenn
Eftir kaflaskiptan fyrri hálfleik reyndust Njarðvíkignar öflugri á lokasprettinum, þegar þeir tóku á móti Fjölnismönnum í Domino's deild karla í körfubolta í kvöld. Sigurinn var heimamanna að lokum, 91-82 þar sem nýi erlendi leikmaðurinn, Stefan Bonneau skoraði 28 stig. Njarðvíkingar eru í áttunda sæti deildarinnar með 14 stig, líkt og fjögur önnur lið.
Njarðvík-Fjölnir 91-82
Njarðvík: Stefan Bonneau 28/4 fráköst/6 stoðsendingar, Ágúst Orrason 16/5 fráköst, Mirko Stefán Virijevic 15/14 fráköst, Logi Gunnarsson 10/4 fráköst/5 stoðsendingar, Hjörtur Hrafn Einarsson 8, Snorri Hrafnkelsson 6/4 fráköst, Maciej Stanislav Baginski 5, Ragnar Helgi Friðriksson 3, Jón Arnór Sverrisson 0, Ólafur Aron Ingvason 0, Oddur Birnir Pétursson 0, Magnús Már Traustason 0.