Njarðvíkingar sigruðu Blika
Njarðvíkingar báru sigurorð af Breiðablik í 1. deild kvenna 53-55 á útivelli á föstudag. Njarðvíkingar eru í fjórða sæti deildarinnar með tvo sigra og tvö töp eftir fjórar umferðir.
Soffía Rún Skúladóttir var stigahæst Njarðvíkinga, skoraði 14 stig og Svanhvít Ósk Snorradóttir skoraði 11.