Njarðvíkingar semja við ERREA
Knattspyrnudeild UMFN hefur gengið fá tveggja ára samning við Safalinn ehf í Reykjavík en fyrirtækið er umboðsaðili fyrir ERREA íþróttavörur. Öll keppnislið deildarinnar munu leika frá upphafi Íslandsmóts í sumar í búningum frá ERREA, þá munu einnig koma nýjir utanyfirgallar sem ætlaðir eru fyrir yngri flokka.
Deildin hefur verið í góðu samstarfi við Adidas síðan árið 2000 og væntir mikils af samstarfinu við ERREA.