Njarðvíkingar semja við efnilegan leikmann
Bakvörðurinn Ari Már Andrésson skrifaði undir nýjan tveggja ára samning á dögunum við 2. deildarlið Njarðvíkur í knattspyrnu. Ari Már sem er uppalinn Njarðvíkingur hefur leikið 30 leiki í deild og bikar með liðinu. Ari sem er 19 ára var hluti af U19 landsliði Íslands sem lék í Króatíu í undankeppni EM s.l. haust. Ari var aðeins 16 ára þegar hann hóf að leika með liðinu, en hann er næst yngsti leikmaður sem leikið hefur með meistaraflokki UMFN.