Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Njarðvíkingar semja við efnilega leikmenn
Þriðjudagur 9. ágúst 2016 kl. 09:20

Njarðvíkingar semja við efnilega leikmenn

Njarðvíkingar framlengdu samninga við fjórar efnilegar stelpur sem hafa blómstrað í yngri flokkum félagsins í körfuboltanum og jafnframt leikið stórt hlutverk hjá meistaraflokki. 

Samið var við þær Björk Gunnarsdóttur, Júlíu Steindórsdóttur, Soffíu Skúladóttur og Ásu Böðvarsdóttur. Björk Gunnarsdóttir var valinn besti leikmaður meistaraflokks á síðasta tímabili en hún er lykilleikmaður u18 liðs Íslands. Júlia fékk þann heiður nú í vetur að fá Áslaugar bikarinn afhentan. Soffia hefur verið lykilleikmaður seinustu ár auk þess að vera fyrirliði liðsins á síðasta tímabili. Ása hefur verið viðloðinn meistaraflokk seinustu ár og er mikilvægur hlekkur í stúlknaflokk.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024