Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Njarðvíkingar semja við Bonneau
Þriðjudagur 30. desember 2014 kl. 10:08

Njarðvíkingar semja við Bonneau

Njarðvíkingar hafa samið við Stefan Bonneau, 178 cm hár bakvörð sem spilaði með Orange County háskólanum. Bonneau spilaði síðast með liði Windsor Express í Kanadísku deildinni og vann titilinn með liði sínu þar á síðustu leiktíð. Bonneau var valin besti leikmaður úrslitakeppninar þar með 22 stig, 5 fráköst og 4 stoðsendingar á leik. Karfan.is greinir frá. Bonneau þessi er mikill háloftafugl eins og sjá má í eftirfarandi myndbandi.

Bonneau er væntanlegur til landsins í dag og mun hefja leik með Njarðvík þann 8. janúar nk. þegar þeir taka á móti meisturum KR í Ljónagryfjunni í Domino's deild karla.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024