Njarðvíkingar semja við Beverly
Njarðvíkingar hafa samið við Jasmine Beverly til þess að leika með liðinu á komandi tímabili í Dominosdeild kvenna. Karfan.is greinir frá en Nigel Moore þjálfari liðsins staðfesti komu Beverley við körfuboltavefsíðuna í dag.
Jasmine er 180cm hár framherji sem spilaði með California Baptist University. Jasmine er 22 ára og var að skora 8 stig og hirða um 8 fráköst á leik fyrir CBU á lokaári sínu.
Hér að neðan má sjá myndband frá leikmanninum.