Njarðvíkingar rúlluðu yfir Skallagrím
Njarðvíkingar fóru með stórsigur af hólmi gegn Skallagrími í Dominos-deild karla í körfubolta í kvöld. Njarðvíkingar léku á heimsvelli sínum og höfðu 37 stiga sigur að lokum, 107-70. Sigurinn var aldrei í hættu og var um einstefnu að ræða allt frá upphafi.
Í hálfleik var staðan 56-36 og Njarðvíkingar juku svo muninn enn frekar í þriðja leikhluta. Undir lokin náðu Skallagrímsmenn þó að rétta örlítið úr kútnum.
Hjá heimamönnum var Ágúst Orrason heitur en hann skoraði 27 stig. Nigel Moore var með 21 stig og Elvar Friðriksson skilaði 18 stigum. Allir leikmenn Njarðvíkinga komust á blað í leiknum.
Tölfræðin:
Njarðvík: Ágúst Orrason 27/4 fráköst, Nigel Moore 21/7 fráköst/5 stoðsendingar, Elvar Már Friðriksson 18/5 stoðsendingar, Ólafur Helgi Jónsson 9, Marcus Van 6/15 fráköst, Hjörtur Hrafn Einarsson 6, Maciej Stanislav Baginski 5/6 fráköst, Oddur Birnir Pétursson 4/4 fráköst, Birgir Snorri Snorrason 3, Brynjar Þór Guðnason 3, Óli Ragnar Alexandersson 3/7 stoðsendingar, Magnús Már Traustason 2.