Njarðvíkingar rótburstuðu Fjölniskonur
Munurinn 51 stig
Njarðvíkingar rótburstuðu Fjölni í 1. deild kvenna í körfubolta í gær. Munurinn varð á endanum 51 stig, 90:39 þar sem Carmen Tyson-Thomas var allt í öllu hjá Njarðvíkingum. Hún skoraði 40 stig og tók 19 fráköst. Eftir sigurinn eru Njarðvíkingar í þriðja sæti deildarinnar, fjórum stigum á eftir KR sem eru í öðru sæti en Borgnesingar hafa þegar tryggt sér efsta sætið.
Njarðvík-Fjölnir 90-39 (25-14, 18-5, 28-12, 19-8)
Njarðvík: Carmen Tyson-Thomas 40/19 fráköst/8 stoðsendingar/7 stolnir, Svala Sigurðadóttir 9/6 fráköst, Soffía Rún Skúladóttir 9, Júlia Scheving Steindórsdóttir 8/7 fráköst, Aníta Carter Kristmundsdóttir 6, Elísabet Sigríður Guðnadóttir 6, Svanhvít Ósk Snorradóttir 5, Hera Sóley Sölvadóttir 3/4 fráköst, Katrín Fríða Jóhannsdóttir 2/6 fráköst, Karen Dögg Vilhjálmsdóttir 2.