Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Njarðvíkingar og Þróttarar úr leik
Föstudagur 8. júní 2012 kl. 09:25

Njarðvíkingar og Þróttarar úr leik



Bæði Njarðvíkingar og Þróttur Vogum máttu sætta sig við tap í Borgunarbikarnum í knattspyrnu í gær. Það eru því einungis Reynismenn og Grindvíkingar sem eru áfram í 16-liða úrslitum af Suðurnesjaliðunum.

Njarðvíkingar heimsóttu úrvarlsdeildarlið Selfyssinga og gestirnir komust yfir eftir rúmlega hálftíma leik þegar Magnús Örn Þórsson skoraði. Þannig var staðan í hálfleik en Selfyssingar náðu að setja tvö mörk í síðari hálfleik og kom sigurmarkið rétt undir lok leiks. Njarðvíkingar voru síst slakari aðilinn í leiknum.

Vogamenn töpuðu á heimavelli sínum gegn 2. deildar liði Aftureldingar, 1-3. Það var hinn snaggaralegi framherji Þróttara, Reynir Þór Valsson sem skoraði mark heimamanna.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024