Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Njarðvíkingar niðurlægðir í Ljónagryfjunni
KR-ingar tóku Njarðvík í kennslustund í gær og áttu heimamenn engin svör við miklum yfirburðum gestanna. VF-myndir: JPK
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
þriðjudaginn 15. mars 2022 kl. 09:04

Njarðvíkingar niðurlægðir í Ljónagryfjunni

Það er fátt jákvætt sem er hægt að taka út úr leik Njarðvíkinga sem voru teknir í kennslustund á heimavelli í gær þegar KR-ingar komu í heimsókn í Subway-deild karla í körfuknattleik. KR hafði að lokum 35 stiga sigur.

Njarðvík - KR 90:125

(18:30, 22:32, 20:34, 30:29)
Gestirnir í KR hittu fáránlega vel og voru með 60% skotnýtingu úr þriggja stiga skotum á meðan Njarðvík var með 35%.

Njarðvíkingar byrjuðu leikinn betur og komust í sex stiga forystu (8:2) en þá slokknuðu öll ljós á Njarðvíkingum og KR-ingar gerðu nánast það sem þeim sýndist út leikinn. KR náði mest 42 stiga forskoti í leiknum og heimamenn fylgdust ráðalausir með.

Úrstilakeppnin er handan við hornið og Njarðvíkingar, sem eru í öðru sæti Subway-deildar karla, taka þennan leik örugglega til ítarlegrar athugunar til að fullvissa sig að þetta endurtaki sig ekki.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Frammistaða Njarðvíkinga: Maciek Stanislav Baginski 20/5 fráköst, Dedrick Deon Basile 14/9 stoðsendingar, Nicolas Richotti 13, Veigar Páll  Alexandersson 11, Mario Matasovic 10/4 fráköst, Ólafur Helgi Jónsson 7, Logi Gunnarsson 6, Fotios Lampropoulos 5/4 fráköst, Jan Baginski 2, Elías Bjarki Pálsson 2, Rafn Edgar Sigmarsson 0, Haukur Helgi Pálsson 0.

Fer þetta ekki að vera búið? Menn voru alveg bugaðir á bekknum undir lok leiks.

Tengdar fréttir