Njarðvíkingar nánast öruggir með sæti í 1. deild
Njarðvíkingar sigruðu KS, 3-2, í 2. deild karla í knattspyrnu á Njarðvíkurvelli í dag þar sem mikill fjöldi áhorfenda mætti til að styðja þá grænklæddu. Mörk Njarðvíkinga skoruðu markamaskínurnar Sævar Gunnarsson, með tvö mörk, og Eyþór Guðnason. Þessi sigur gerir það að verkum að Njarðvíkingar eru í mjög góðum málum í 2. deilidinni og nánast með öruggt sæti í 1. deild að ári. Njarðvíkingar eru með 36 stig í 2. sæti en KS er í 3. sæti með 32 stig og aðeins tveir leikir eftir.
Það er þíðir þó ekkert fyrir Njarðvíkinga að slaka á en ef þeir spila eins og þeir hafa verið að spila í sumar ætti 2. sætið að vera nokkuð tryggt.
Það er þíðir þó ekkert fyrir Njarðvíkinga að slaka á en ef þeir spila eins og þeir hafa verið að spila í sumar ætti 2. sætið að vera nokkuð tryggt.