Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Njarðvíkingar misstu toppsætið
Sunnudagur 27. ágúst 2006 kl. 12:13

Njarðvíkingar misstu toppsætið

Njarðvík og Sindri skildu jöfn á Sindravelli í gær 1-1. Með jafnteflinu misstu Njarðvíkingar af toppsæti sínu í 2. deildinni en Fjarðabyggð burstaði Aftureldingu 5-1 í gær og hirti toppsætið af Njarðvík. Bjarni Sæmundsson gerði jöfnunarmarkið fyrir Njarðvíkinga eftir að þeir lentu undir.

Síðast þegar Njarðvík og Sindri mættust á Njarðvíkurvelli höfðu Njarðvíkingar 10-0 sigur gegn Sindra. Helgi Bogason, þjálfari Njarðvíkinga, sagði í samtali við Fotbolti.net í gær að það væri skandall að dómari frá Fjarðabyggði hefði fengið að dæma leikinn en Njarðvík og Fjarðabyggð berjast hart um toppsætið í deildinni.

Næsti leikur Njarðvíkinga er nágrannaslagurinn gegn Reyni Sandgerði og fer hann fram á Njarðvíkurvelli sunnudaginn 3. september kl. 14:00. Leikur Njarðvíkinga og Reynis er fyrir margra hluta sakir mjög merkilegur en þetta mun vera síðasti meistaraflokksleikurinn í deildarkeppni í Íslandsmótinu sem leikinn verður á þessum sögufræga velli. Eftir leiktímabil Njarðvíkinga taka svo stórvirkar vinnuvélar við jarðvinnu á Njarðvíkurvelli undir byggingu Nesvalla.

 

VF-mynd/ frá leik Njarðvíkur og KS/Leifturs fyrr í sumar

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024