Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Njarðvíkingar misstu niður forystu gegn toppliðinu
Miðvikudagur 14. ágúst 2013 kl. 09:13

Njarðvíkingar misstu niður forystu gegn toppliðinu

Það mætti segja að Njarðvíkingar hafi misst unnin leik úr greipum sér í 2. deild karla þegar topplið KV kom í heimsókn til Njarðvíkur. Theódór Guðni Halldórsson kom Njarðvíkingum yfir eftir rúmlega 10 mínútna leik en Theódór hefur nú skorað fimm mörk í fjórum leikjum síðan hann kom frá Keflavík. Gestirnir jöfnuðu skömmu síðar en þeir misstu svo leikmann af velli með rautt spjald um miðjan fyrri hálfleik.

Gunnar Oddgeir Birgissson kom Njarðvík í 2-1 og sjálfsmark frá KV færði Njarðvíkingum 3-1 forystu í hálfleik. Þrátt fyrir vænlega stöðu heimamanna þá náðu KV menn fljótlega að jafna leikinn í seinni hálfleik með tveimur mörkum á skömmum tíma. Ekki tókst Njarðvíkingum að komast yfir aftur og þar við sat. Undir lok leiks fékk Brynjar Freyr Garðarsson að líta sitt annað gula spjald hjá Njarðvíkingum og þar af leiðandi sá hann rautt.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Njarðvíkingar sitja í 8. sæti eftir leikinn með 20 stig eftir 16 leiki.