Njarðvíkingar missa tvo leikmenn
Lið Njarðvíður, sem stendur í toppbaráttunni í 2. deild karla í knattspyrnu hefur orðið fyrir blóðtöku þar sem tveir sterkir leikmenn, Dusan Ivkovic og Milos Tanasic, gengu í gær til liðs við úrvalsdeildarlið Þróttar úr Reykjavík. Þetta kom fram á heimasíðu UMFN í gær.
Ivkovic gekk til liðs við Njarðvíkinga í vor og var einungis með samning til 15. júlí, eða fram að opnun félagsskiptagluggans þar sem báðir aðilar höfðu valkost um að endurskoða framhaldið, en forsvarsmenn ákváðu, þrátt fyrir að vilja hafa leikmannin áfram, að leyfa honum að leita fyrir sér annars staðar. Hann lék alls 11 leiki fyrir UMFN í bikar og deild.
Milos, sem er sonur Markos Tanasic, þjálfara liðsins, kom sömuleiðis til UMFN í vor og lék í 14 leikjum þar sem hann skoraði 2 mörk. Hann óskaði eftir að fá sig lausan og urðu Njarðvíkingar við því.
Mynd/umfn.is - Dusan Ivkovic