Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Njarðvíkingar með þriðja sigur tímabilsins
Mynd: Skúli Sig Karfan.is
Mánudagur 6. janúar 2014 kl. 08:10

Njarðvíkingar með þriðja sigur tímabilsins

Árið 2014 byrjar vel hjá grænum

Njarðvíkingar þurftu nauðsynlega á sigri að halda gegn Hamar í Domino´s deild kvenna í körfubolta í gær þegar liðin mættust í Ljónagryfjunni. Svo fór að heimastúlkur höfðu sigur 63-60 en leikurinn var í járnum framan af. Það var ekki fyrr en í síðasta leikhluta sem Njarðvíkingar náðu að tryggja sér sigurinn en fram að því leiddu Hamarskonur með fjórum stigum.

Þetta var aðeins þriðji sigur Njarðvíkinga á tímabilinu og þær sitja þó áfram á botni deildarinnar með sex stig og eiga enn töluvert í land með að ná næstu liðum. Þetta var fyrsti leikur Njarðvíkinga undir stjórn Agnars Mars Gunnarssonar en einnig var Nikitta Gartrell að leika sinn fyrsta leik fyrir þær grænu. Hún stóð sig gríðarlega vel og skoraði 29 stig auk þess sem hún tók 16 fráköst.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Tölfræðin:
Njarðvík: Nikitta Gartrell 29/16 fráköst, Ásdís Vala Freysdóttir 10/7 fráköst, Salbjörg Sævarsdóttir 6/7 fráköst, Andrea Björt Ólafsdóttir 5, Ína María Einarsdóttir 4, Guðlaug Björt Júlíusdóttir 4/5 fráköst, Erna Hákonardóttir 3, Sara Dögg Margeirsdóttir 2, Heiða B. Valdimarsdóttir 0, Emelía Ósk Grétarsdóttir 0, Dísa Edwards 0, Aníta Carter Kristmundsdóttir 0.